Innkauparáð - Fundur nr. 290

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 22. febrúar var haldinn 290. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru Stefán Jóhann Stefánsson sem tók sæti Kjartans Valgarðssonar og Elsa Yeoman sem tók sæti S. Björns Blöndal. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri á Innkaupadeild, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri á Innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á Innkaupadeild, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju erindi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 28. janúar sl., varðandi beiðni um undanþágu frá innkaupaferli samkvæmt innkaupareglum Reykjavíkurborgar vegna samnings um rekstur stuðningsheimilisins að Miklubraut 18 og minnisblað Innkaupadeildar dags. 10. janúar sl. varðandi málið. Frestað á síðasta fundi. R12100370.

Samþykkt.

Lagt fram yfirlit Velferðasviðs fyrir árið 2012, yfir fjölda þjónustusamninga sem falla undir i. lið 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, með vísan í bókun á síðasta fundi.

Helga Jóna Benediktsdóttir Velferðasviði sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 14. febrúar sl., þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda, Flutninga og þjónustu ehf í EES útboði nr. 12955 Heimsending á mat - Akstur. R12120061.

Samþykkt.

Sigtryggur Jónsson Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram erindi Innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 31. janúar sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12547 Lyf, vélapökkun og lyfjafræðileg þjónusta, um eitt ár eða til 6. mars 2014. R10120042.

Samþykkt.

4. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 20. febrúar sl. varðandi heimild til að viðhafa samkeppnisviðræður að undangenginni auglýsingu vegna útvegunar á lendingarbúnaði í fallgryfjur í fimleikasal Ármanns í Laugardal.

Samþykkt.

Þorkell Jónsson og Magnús Haraldsson Umhverfis- og skipulagssviði sátu fundinn við meðferð málsins.

Fundi slitið kl. 12.39

Stefán Jóhann Stefánsson (sign)

Elsa Yeoman (sign) 

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð-2202(1).pdf