Innkauparáð - Fundur nr. 289

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 8. febrúar var haldinn 289. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstödd voru Kjartan Valgarðsson og Jórunn Frímannsdóttir. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri á Innkaupadeild, Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á Innkaupadeild, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 25. janúar sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12178 Kaup á ferskum og frystum fiski og unnum fiskvörum, um 6 mánuði eða til 3. september 2013. R09070052.

Samþykkt.

2. Lagt fram erindi Innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 25. janúar sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12432 Eftirlit á slökkvitækjum og öðrum eldvarnarbúnaði, um eitt ár eða til 6. mars 2014. R10050064.

Samþykkt.

3. Lagt fram erindi Innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 25. janúar sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12529 Kaup á fersku grænmeti og ávöxtum, um eitt ár eða til 28. febrúar 2014. R10100187.

Samþykkt.

4. Lagt fram erindi Innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 25. janúar sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12542 Kaup á þurrvöru, um eitt ár eða til 6. mars 2014. R10100187.

Samþykkt.

5. Lagt fram erindi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 28. janúar sl., varðandi beiðni um undanþágu frá innkaupaferli samkvæmt innkaupareglum Reykjavíkurborgar vegna samnings um rekstur stuðningsheimilisins að Miklubraut 18. Einnig er lagt fram minnisblað Innkaupadeildar dags. 10. janúar sl. varðandi málið. R12100370.

Kl. 12:26 tók Páll Hjalti Hjaltason sæti á fundinum.

Frestað, óskað er eftir upplýsingum frá Velferðasviði um fjölda þjónustusamninga sem falla undir i. lið 13.gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar sl. 6 ár.

6. Lagt fram yfirlit Innkaupadeildar yfir viðskipti við deildina í janúar 2013. R13010126.

Fundi slitið kl. 12.33

Kjartan Valgarðsson

Páll Hjalti Hjaltason Jórunn Frímannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð-0802(1).pdf