Innkauparáð - Fundur nr. 288

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2013, föstudaginn 25. janúar var haldinn 288. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Rúna Malmquist sem tók sæti Jórunnar Frímannsdóttur. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri á Innkaupadeild, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á Innkaupadeild, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 22. janúar sl., þar sem lagt er til að taka tilboði Exton ehf í díóðuljóskastara og myndvarpa í útboði nr. 12958 Borgarleikhúsið – Lýsingarbúnaður. R13010124.

Samþykkt.

Magnús Haraldsson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 23. janúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Heklu ehf. í Hluta 1 Fjórtán minni flokkabílar og í Hluta 4 Fjórar smærri sendibifreiðar, einnig er lagt til að gengið verði að tilboði THK ehf. í Hluta 2 Fimm flokkabifreiða og í Hluta 3 Fjórar jeppa/pallbifreiðar í EES útboði nr. 12929 Bifreiðaútboð. R12100277.

Samþykkt.

Ólafur I. Halldórsson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við meðferð málsins.

Kl. 12.19 tók S. Björn Blöndal sæti á fundinum.

3. Lagt fram yfirlit Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar / Eignasjóðs varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir tímabilið júní – september 2012. Frestað á síðasta fundi.

Ámundi Brynjólfsson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram yfirlit Innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir forauglýst útboð á Evrópska efnahagssvæðinu. R13010075.

5. Lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur nr. E-2446/2012 í máli Íslenska gámafélagsins ehf. gegn Reykjavíkurborg í útboði nr. 10895 Sorphirða fyrir Reykjavíkurborg. R 07030044.

Fundi slitið kl. 12.39

Kjartan Valgarðsson

S. Björn Blöndal Rúna Malmquist

PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 2501.pdf