Innkauparáð
11.1.2013 - - Fundur nr. 287 - Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2013, föstudaginn 11. janúar var haldinn 287. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, S. Björn Blöndal og Rúna Malmquist. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri á Innkaupadeild, Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á Innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 7. janúar sl., þar sem lagt er til að taka tilboði Exton ehf í díóðuljóskastara og myndvarpa í útboði nr. 12954 Borgarleikhúsið – Lýsingarbúnaður. R12110070.
Tilboð Exton ehf. ógilt. Umhverfis- og skipulagssviði er falið að bjóða þetta út að nýju.
Magnús Haraldsson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram erindi Innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 8. janúar sl., þar sem lagt er til að samið verði við Reykjagarð hf. í hluta 1 Ferskvara og hluta 2 Frystivara, einnig er lagt til að samið verði við Reykjagarð hf, Ísfugl ehf og Matfugl ehf í hluta 3 Fullvinnsluvara, í EES útboði nr. 12943 Rammasamningur um alifuglakjöt. R12110070.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi Innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 9. janúar sl., varðandi EES útboð nr. 12949 Rammasamningur um eldsneyti, lagt er til að tilboði frá Atlantsolíu ehf. verði tekið. R12110122.
Samþykkt.
Elín B. Gunnarsdóttir Innkaupadeild sat fundinn við meðferð mála 2 og 3.
4. Lagt fram erindi Innkaupadeildar Reykjavíkurborgar dags. 8. janúar sl., þar sem lagt er til að samið verði við eftirfarandi fyrirtæki í:
• Hluta 1 HP – Tölvulistann/IOD ehf, Pennann ehf og Egilsson ehf A4.
• Hluta 2 Kyocera – PLT ehf, Pennann ehf og Advania hf.
• Hluta 3 Lexmark – Tölvulistann/IOD ehf, Optima ehf og Nýherja hf.
• Hluta 4 Dell – Optima ehf, Nýherja hf og Egilsson ehf A4.
• Hluta 5 Ricoh – Tölvulistann/IOD ehf, Optima ehf og Advania hf.
• Hluta 6 Xerox – Tölvulistann/IOD ehf, Advania hf og Pennann ehf.
• Hluta 7 Canon – Pennann ehf, Egilsson ehf A4. og Tölvulistann/IOD ehf.
• Hluta 8 Samhæfðar – Egilsson ehf A4 og Advania hf,
í EES útboði nr. 12947 Rammasamningur um rekstrarvörur fyrir prentara, ljósritunarvélar og faxtæki. R12110113.
Samþykkt.
Hrólfur Sigurðsson Innkaupadeild sat fundinn við meðferð málsins.
5. Lagt fram yfirlit Velferðasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir tímabilið janúar - september 2012.
Helga Jóna Benediktsdóttir og Hörður Hilmarsson Velferðasviði sátu fundinn við meðferð málsins.
6. Lagt fram yfirlit Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar / Eignasjóðs varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir tímabilið júní – september 2012.
Frestað.
7. Lagt fram yfirlit Innkaupadeildar Reykjavíkurborgar yfir viðskipti við deildina í desember 2012. R12010066.
8. Lagður fram til kynningar, úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur nr. E-4455/2011 í máli Iceland Excursions Allrahanda ehf gegn Reykjavíkurborg, í útboði nr. 12461 Rammasamningur um hópbifreiðaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg. R10070008.
Fundi slitið kl. 13.03
Kjartan Valgarðsson
S. Björn Blöndal Rúna Malmquist
PDF útgáfa fundargerðar
Innkauparáð 11 01.pdf