No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2012, föstudaginn 14. desember var haldinn 286. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Páll H. Hjaltason og Jórunn Frímannsdóttir. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri á Innkaupadeild, Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri á innkaupadeild og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram staðfest tilboð í hugbúnaðarleyfi frá Microsoft vegna samnings til 3ja ára, með vísan í bókun þann 19. nóvember sl.
Samþykkt.
Eggert Ólafsson Upplýsingatæknimiðstöð sat fundinn vegna málsins.
2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. desember sl., varðandi niðurstöðu í samningskaupum nr. 12912 Laugardalslaug, raflæsingar fyrir skápa í búningsklefum, með vísan í bókun þann 2. nóvember sl., lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Öryggismiðstöðina hf. R12080059.
Kl. 12:24 tók Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns sæti á fundinum.
Samþykkt.
Magnús Haraldsson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við meðferð málsins.
3. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. desember sl., þar sem lagt er til að gengið verði að frávikstilboði Ístaks hf., sem er lægsta tilboð í útboði nr. 12942 Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa. R12110005.
Samþykkt.
4. Lögð fram til kynningar, sameiginleg yfirlýsing af hálfu Reykjavíkurborgar, Framkvæmdasýslu ríkisins, Vegagerðarinnar og Samtaka iðnaðarins um mat opinberra verkkaupa á hæfi bjóðenda í útboðum á verkframkvæmdum.
Innkauparáð fagnar yfirlýsingunni og telur að hún auki fagmennsku, gæði og öryggi í opinberum innkaupum.
Ólafur Ólafsson og Guðmundur P. Kristinsson Umhverfis- og skipulagssviði sátu fundinn við meðferð mála 3 og 4.
Fundi slitið kl. 12.39
Kjartan Valgarðsson
Páll H. Hjaltason Jórunn Frímannsdóttir