Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2012, föstudaginn 7. desember var haldinn 285. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13.35. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Páll H. Hjaltason og Jórunn Frímannsdóttir. Einnig sátu fundinn Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri á Innkaupadeild, Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. nóvember sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á samningi ISS Ísland ehf. um eitt ár eða til 3. janúar 2014, vegna ræstingu í leikskólum Reykjavíkurborgar. R09070033.
Samþykkt.
Kristín Egilsdóttir og Garðar Jóhannsson Skóla- og frístundasviði sátu fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 27. nóvember sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á samningi Hreinsitækni ehf. um eitt ár eða til 31. desember 2013, vegna Hreinsunar gatna- og gönguleiða – Útboð 1. R10080078.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 27. nóvember sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á samningi Íslenska gámafélagsins ehf. um eitt ár eða til 31. desember 2013, vegna Hreinsunar gatna- og gönguleiða – Útboð 2. R10080079.
Samþykkt.
4. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 27. nóvember sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á samningi Park ehf. um eitt ár eða til 31. desember 2013, vegna Hreinsunar gatna- og gönguleiða – Útboð 3. R10080080.
Samþykkt.
5. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 27. nóvember sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á samningi Park ehf. um eitt ár eða til 31. desember 2013, vegna Hreinsunar gatna- og gönguleiða – Útboð 4. R10080081.
Samþykkt.
6. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 27. nóvember sl., varðandi heimild til seinni framlengingar á samningi Hreinsitækni ehf. um eitt ár eða til 31. desember 2013, vegna Hreinsunar gatna- og gönguleiða – Útboð 5. R10080082.
Samþykkt.
Magnús Haraldsson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við meðferð mála 2-6.
7. Lagt fram yfirlit Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. vegna 3. ársfjórðungs 2012.
Örn Sigurðsson Umhverfis- og skipulagssviði sat fundinn við meðferð málsins.
8. Lagt fram yfirlit Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. vegna 3. ársfjórðungs 2012.
9. Lagt fram yfirlit Innkaupadeildar yfir viðskipti við deildina í nóvember 2012. R12010066.
10. Lagður fram til kynningar, úrskurður Kærunefndar útboðsmála nr. 15/2012 í máli Pennans á Íslandi ehf. gegn Reykjavíkurborg vegna útboðs nr. 12756 Rammasamningur um ritföng og skrifstofuvörur.
Fundi slitið kl. 13.49
Kjartan Valgarðsson
Páll H. Hjaltason Jórunn Frímannsdóttir