No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2012, mánudaginn 19. nóvember var haldinn 284. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 11.35. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Einar Örn Benediktsson. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar, Eyþóra Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags. 14. nóvember 2012, varðandi heimild til samningskaupa við Microsoft Íslandi ehf. um 3ja ára samning vegna hugbúnaðarleyfa Microsoft.
Samþykkt að veita heimild til samningskaupa með því skilyrði að endanlegur samningur komi fyrir innkauparáð, áður en hann er undirritaður.
Eggert Ólafsson Upplýsingatæknimiðstöð sat fundinn vegna málsins.
2. Lagt fram að nýju erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 7. nóvember 2012 þar sem lagt er til að semja við Eykt ehf. í kjölfar samningskaupa nr. 12866 Fylkir – Skyggni yfir áhorfendapalla, með vísan í samþykkt á fundi 19. október sl. R12060156. Frestað á síðasta fundi.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Einar H. Jónsson Umhverfis- og skipulagssviði sátu fundinn vegna málsins.
3. Lagður fram til kynningar, úrskurður Kærunefndar útboðsmála nr. 27/2012 í máli Rafkaupar hf. gegn Reykjavíkurborg vegna verðfyrirspurnar nr. 12874 Renewal of lighting museum of Kjarvalsstaðir.
4. Lagður fram til kynningar, úrskurður Kærunefndar útboðsmála nr. 18/2012 í máli VB Landbúnaðar ehf. gegn Reykjavíkurborg vegna EES útboðs nr. 12760 Dráttavélar og fylgibúnaður.
Fundi slitið kl. 12.58
Kjartan Valgarðsson
Einar Örn Benediktsson