No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2012, föstudaginn 2. nóvember var haldinn 282. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Páll Hjalti Hjaltason og Jórunn Frímannsdóttir. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar, Hafliði Gunnar Guðlaugsson lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 31. október 2012 þar sem lagt er til að lægsta gilda tilboði, sem er tilboð nr. 3 frá Öryggismiðstöðinni ehf. verði tekið í útboði nr. 12911 Laugardalslaug, skápar í búningsklefa. R12080058.
Samþykkt.
2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 31. október 2012 þar sem lagt er til að hafna öllum tilboðum sem bárust í útboð nr. 12912 Laugardalslaug, raflæsingar fyrir skápa í búningsklefa, en jafnframt leitað heimildar til samningskaupa við þau fyrirtæki er uppfylltu skilyrði útboðsgagna þ.e. Rými Ofnasmiðju ehf., Altis ehf. og Öryggismiðstöðina ehf. R12080059.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson og Magnús Haraldsson Umhverfis- og skipulagssviði mættu á fundinn vegna mála 1 og 2.
3. Lagt fram erindi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 26. október sl., varðandi beiðni um undanþágu frá innkaupareglum Reykjavíkurborgar vegna samnings um rekstur Konukots. Einnig er lagt fram minnisblað Innkaupadeildar dags. 25. október sl. varðandi málið. R12100370.
Samþykkt.
4. Lagt fram erindi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 26. október sl., varðandi beiðni um undanþágu frá innkaupareglum Reykjavíkurborgar vegna samnings um rekstur Gistiskýlisins. Einnig er lagt fram minnisblað Innkaupadeildar dags. 25. október sl. varðandi málið. R12100370.
Samþykkt.
5. Lagt fram yfirlit Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir apríl og maí 2012.
Fundi slitið kl. 12.46
Kjartan Valgarðsson
Páll Hjalti Hjaltason Jórunn Frímannsdóttir