Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2012, föstudaginn 19. október var haldinn 281. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Páll Hjalti Hjaltason. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar, Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, mannvirkjaskrifstofu dags. 17. október 2012 varðandi heimild til að hefja samningskaupaferli við þau fyrirtæki er skiluðu inn tillögu í Alútboð nr. 12866 Fylkir – Skyggni yfir áhorfendapalla, Ístak hf., Esju – Einingu ehf., Spennt ehf., Sveinbjörn Sigurðsson hf. og Eykt ehf. R12060156.
Samþykkt.
Kl. 12.23 tók Jórunn Frímannsdóttir sæti á fundinum.
2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, mannvirkjaskrifstofu dags. 17. október 2012 varðandi endanlega niðurstöðu í samningskaupum á búnaði fyrir íþróttamiðstöð Ármanns / Þróttar í Laugardal, með vísan í samþykkt á fundi þann 7. september sl. Euro Gymnastic Equipment AB dró tilboð sitt til baka og er þar með fallið frá samningskaupum, þess i stað verður farið í almennt útboð auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. R12060126.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson, Einar H. Jónsson Framkvæmda- og eignasviði og Hrólfur Sigurðsson verkefnisstjóri á innkaupadeild mættu á fundinn vegna mála 1 og 2.
3. Lagt fram erindi Innkaupadeildar Reykjavíkurborgar varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12690 Rekstrarvörur fyrir ljósritunarvélar, prentara og faxtæki um eitt ár eða til 12. nóvember 2013. R11080083.
Samþykkt.
4. Lögð fram kvörtun VegVerk Vegmerkingar ehf., varðandi útboð nr. 12793 Yfirborðsmerkingar í Reykjavík 2012. R12030107.
Vísað er í bréf Jóhönnu E. Hilmarsdóttur deildarstjóra innkaupadeildar dags. 15.10.2012 þar sem svarað er kvörtun vegna útboðs nr. 12793. Innkauparáð lítur svo á að málið sé þar með afgreitt.
Fundi slitið kl. 12.37
Kjartan Valgarðsson
Páll Hjalti Hjaltason Jórunn Frímannsdóttir