Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2012, föstudaginn 5. október var haldinn 279. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Elsa Yeoman. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. október 2012 varðandi heimild til seinni framlengingar á samningi við Sólarræstingu ehf. nr. 12226 Ræsting í Borgartúni 12-14, um eitt ár eða til 1. júní 2013. R09010067.
Samþykkt.
Magnús Haraldsson Framkvæmda- og eignasviði og Halldór N. Lárusson skrifstofu þjónustu- og reksturs mættu á fundinn vegna málsins.
2. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 3. október 2012, þar sem lagt er til að tilboði BL ehf. verði tekið í EES útboði nr. 12843 Metanbifreiðar - smábifreiðar. R12060107.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 3. október 2012, þar sem lagt er til að tilboði lægstbjóðanda Brimborgar ehf. verði tekið í EES útboði nr. 12860 Rafbifreiðar - smábifreiðar. R12060108.
Kl. 12.31 tók Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns sæti á fundinum.
Samþykkt.
Ólafur I. Halldórsson Framkvæmda- og eignasviði mætti á fundinn vegna mála 2 og 3.
4. Lagt fram yfirlit Innkaupadeildar yfir viðskipti við deildina í september 2012. R12010066.
Fundi slitið kl. 12.48
Kjartan Valgarðsson
Elsa Yeoman