Innkauparáð - Fundur nr. 278

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2012, föstudaginn 28. september var haldinn 278. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Páll Hjalti Hjaltason. Einnig sátu fundinn Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir deildarstjóri innkaupadeildar, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir sérfræðingur á innkaupadeild sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Eignasjóðs Reykjavíkurborgar dags. 27. september 2012 þar sem lagt er til að lægsta gilda tilboði frá Kubbi ehf. verði tekið í EES útboði nr. 12888 Kaup á 240L bláum sorptunnum. R12070046.

Samþykkt.

2. Lagt fram erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 25. september 2012 varðandi heimild til framlengingar á samningi Vélamiðstöðvar ehf. vegna leigu og viðhalds á sorpbifreiðum – EES útboð nr. 10664. R06020091.

Samþykkt.

Magnús Haraldsson Framkvæmda- og eignasviði og Guðmundur B. Friðriksson Umhverfis- og skipulagssviði mættu á fundinn vegna mála 1 og 2.

3. Lagt fram erindi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar – Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða dags. 26. september 2012 varðandi heimild til framlengingar á samningi um Heimsendingu með mat – Akstur við Flutninga og þjónustu ehf. um eitt ár eða til 30. september 2013 og samningi Öryggismiðstöðvarinnar hf. um fimm mánuði eða til 28. febrúar 2013. R11050032.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12.34

Kjartan Valgarðsson

Páll Hjalti Hjaltason