Innkauparáð - Fundur nr. 276

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2012, föstudaginn 24. ágúst var haldinn 276. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.23. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Jórunn Frímannsdóttir. Einnig sat fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Hafliði Gunnar Guðlaugsson lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu, sem jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. ágúst 2012 þar sem lagt er til að samið verði við Saltkaup hf. í lið 3.1.1 í EES útboði nr. 12887 Salt til hálkueyðingar 2012 - 2013. R12070015.

Samþykkt.

Sighvatur Arnarsson og Guðrún S. Hilmisdóttir Framkvæmda- og eignasviði sátu fundinn við afgreiðslu málsins.

2. Lagt fram minnisblað Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. ágúst 2012 varðandi framkvæmd rammasamnings um sorphirðu nr. 12588, með vísan í bókun á fundi þann 8. júní sl.

Kl. 12.38 tók Elsa Yeoman sæti á fundinum.

Guðmundur B. Friðriksson Umhverfis- og samgöngusviði sat fundinn við afgreiðslu málsins.

3. Lögð fram umsögn borgarlögmanns vegna erindis Þórðar H. Sveinssonar hdl. um kvörtun f.h. SS Verks ehf. vegna útboðs nr. 12794 Réttarholtsskóli, endurgerð lóðar 1. áfangi, með vísan í bókun á fundi þann 22. júní sl. R12030109.

4. Lögð fram umsögn borgarlögmanns vegna erindis Þórðar H. Sveinssonar hdl. um kvörtun f.h. Bjössa ehf. vegna útboðs nr. 12804 Boltagerði Foldaskóla, með vísan í bókun á fundi þann 22. júní sl. R12040012.

Innkauparáð féllst á umsagnir borgarlögmanns.

5. Innkauparáð bókar varðandi liði 3 og 4: Innkauparáð beinir þeim tilmælum til kaupenda og innkaupaskrifstofu að þegar kemur upp vafamál varðandi kennitöluflakk, þá óskar innkauparáð eftir því að fá að ræða málið áður en ákvörðun er tekin.


Fundi slitið kl. 13.01


Kjartan Valgarðsson



Elsa Yeoman Jórunn Frímannsdóttir