No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2012, föstudaginn 22. júní var haldinn 272. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.30. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Barði Jóhannsson. Jafnframt sátu fundinn Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 20. júní 2012 varðandi heimild til að viðhafa samningskaup að undangenginni útboðsauglýsingu á búnaði í fallgryfjur fyrir íþróttamiðstöð Ármanns / Þróttar í Laugardal. R12060104.
Samþykkt.
2. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 20. júní 2012 varðandi útboð nr. 12836 Fellahverfi umhverfisbætur. Þórufell - Kötlufell 2. áfangi. R12050064.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. júní 2012 varðandi Norðlingaskóla – Riftun verksamnings Reykjavíkurborgar og Adakris UAB og framhald framkvæmda. R08070012.
Samþykkt.
4. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. júní 2012 varðandi Sæmundarskóla – Riftun verksamnings Reykjavíkurborgar og Adakris UAB og framhald framkvæmda. R08050003.
Samþykkt.
5. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. júní 2012 varðandi íþróttafélagið Fylkir. Þak yfir áhorfendapalla – Alútboð.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson, Þorkell Jónsson og Friðgeir Indriðason Framkvæmda- og eignasviði sátu fundinn við afgreiðslu mála 1-5.
6. Lögð fram kvörtun Þórðar H. Sveinssonar hdl. f.h. SS Verks ehf., vegna útboðs nr. 12794 Réttarholtsskóli, endurgerð lóðar 1. áfangi. R12030109.
7. Lögð fram kvörtun Þórðar H. Sveinssonar hdl. f.h. Bjössa ehf., vegna útboðs nr. 12804 Boltagerði Foldaskóla. R12040012.
Með vísan til 6. og 7. liðar fundargerðar óskar innkauparáð eftir umsögn borgarlögmanns um erindi Þórðar H. Sveinssonar vegna kvörtunar f.h. SS Verks ehf. og Bjössa ehf.
Fundi slitið kl. 13.20
Kjartan Valgarðsson
Barði Jóhannsson