No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2012, föstudaginn 8. júní var haldinn 271. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Barði Jóhannsson og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sat fundinn Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem einnig ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 6. júní 2012 þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Sérverk ehf. í útboði nr. 12810 Breiðagerðisskóli, breytingar og endurbætur, austurálma. R120500007.
Samþykkt
Þorkell Jónsson Framkvæmda- og eignasviði sátu fundinn við afgreiðslu málsins.
2. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar ódagsett þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Vélfangs ehf. Í EES útboði nr. 12760 Dráttavélar og fylgibúnaður. R12010165.
Samþykkt.
Ólafur I. Halldórsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við afgreiðslu málsins.
3. Lagt fram yfirlit Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. vegna 1. ársfjórðungs 2012.
4. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu yfir viðskipti við skrifstofuna í maí 2012. R12010066.
Kl. 12:44 vék Helgi Bogason af fundi og Guðbjörg Eggertsdóttir tók sæti á fundinum og lauk ritun fundargerðar.
5. Framkvæmd rammasamnings um sorphirðu nr. 12588. R11030038.
Óskað er eftir að frekari upplýsingar um framkvæmd samningsins liggi fyrir á fundi ráðsins 13. júlí nk.
Guðmundur B. Friðriksson Umhverfis- og samgöngusviði sat fundinn vegna málsins.
Fundi slitið kl. 12:54
Kjartan Valgarðsson
Barði Jóhannsson Jórunn Frímannsdóttir