Innkauparáð - Fundur nr. 270

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2012, föstudaginn 1. júní var haldinn 270. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.21. Viðstaddir voru Stefán Jóhann Stefánsson, Hjálmar Sveinsson. Jafnframt sat fundinn Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 30. maí 2012 þar sem lagt er til að samið verði við Malbikunarstöðina Höfða hf. í útboði nr. 12826 Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2012. R12050028.

Samþykkt

2. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 30. maí 2012 þar sem lagt er til að samið verði við SS Verk ehf. í útboði nr. 12812 Endurnýjun gönguleiða 2012. R12040040.

Samþykkt

Sighvatur Arnarsson og Theodór Guðfinnsson Framkvæmda- og eignasviði sátu fundinn við afgreiðslu mála 1 og 2.

Fundi slitið kl. 12.34

Stefán Jóhann Stefánsson

Hjálmar Sveinsson