No translated content text
Innkauparáð
Innkauparáð
Ár 2012, föstudaginn 18. maí var haldinn 269. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Karl Sigurðsson. Jafnframt sátu fundinn, Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 14. maí 2012 þar sem lagt er til að samið verði við Jóhann Helga & Co ehf., Krummu ehf. og Sport Tæki ehf. í útboði nr. 12795 Leiktæki á leikskóla- og skólalóðir. R12030110.
Samþykkt
Þorkell Jónsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við afgreiðslu málsins.
2. Lagt fram erindi Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 16. maí 2012 varðandi heimild til samningskaupa án útboðsauglýsingar á búnaði til klórframleiðslu.
Samþykkt
Steinþór Einarsson Íþrótta- og tómstundasviðs sat fundinn við afgreiðslu málsins.
3. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 10. maí 2012 þar sem lagt er til að samið verði við Rekstrarvörur og Egilsson ehf, A4 í Hluta 1 Ritföng og skrifstofuvörur og Rekstrarvörur, Advania og Egilsson ehf,A4 í Hluta 2 Ljósritunarpappír í EES útboði nr. 12756 Rammasamningur um ritföng og skrifstofuvörur. R12020027.
Samþykkt
4. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar varðandi viðskipti við skrifstofuna í apríl 2012.
5. Lagt fram yfirlit Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir 1. ársfjórðung 2012.
6. Lagt fram erindi borgarráðs dags. 3. maí 2012 varðandi rekstur gistiskýlisins í Þingholtsstræti.
Innkauparáð leggur fram eftirfarandi bókun:
Ljóst er að innkaupareglum Reykjavíkurborgar var ekki fylgt við gerð samnings um rekstur gistiskýlisins í Þingholtsstræti. Innkauparáð telur það ámælisvert. Eins og máli þessu er háttað, telur innkauparáð þó ekki ástæðu til íhlutunar. Innkauparáð leggur áherslu á að innkaupareglum Reykjavíkurborgar sé fylgt í hvívetna.
Fundi slitið kl. 12.54
Kjartan Valgarðsson
Karl Sigurðsson