Innkauparáð - Fundur nr. 268

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2012, miðvikudaginn 2. maí var haldinn 268. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 13.15. Viðstaddir voru Stefán Jóhann Stefánsson og S. Björn Blöndal. Jafnframt sátu fundinn, Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 30. apríl 2012 þar sem lagt er til að samið verði við alla aðila / fyrirtæki sem uppfylla lágmarkskröfur útboðsgagna nr. 12744 Rammasamningur um þjónustu sérfræðinga. R12010192.
Samþykkt
Bjarni J. Gíslason Innkaupaskrifstofu sat fundinn við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið kl. 13:32

Stefán Jóhann Stefánsson

S. Björn Blöndal