Innkauparáð - Fundur nr. 266

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2012, miðvikudaginn 18. apríl var haldinn 266. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Stefán Jóhann Stefánsson og S. Björn Blöndal. Jafnframt sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags. 10. apríl 2012, varðandi heimild til samningskaupa við Nýherja um uppfærslu á Avaya-símstöð Reykjavíkurborgar.

Samþykkt.

2. Lagt fram erindi Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags. 13. apríl 2012, varðandi heimild til kaupa á útikæli frá Smith og Norland hf. fyrir tölvusal Reykjavíkurborgar. R07100185.

Samþykkt.

Eggert Ólafsson og Tómas Guðmundsson Upplýsingatæknimiðstöð og Ólafur I. Halldórsson sátu fundinn vegna mála 1 og 2.

3. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu yfir viðskipti við skrifstofuna í mars 2012. R12010066.

Fundi slitið kl. 12.41

Stefán Jóhann Stefánsson

S. Björn Blöndal