Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2012, þriðjudaginn 3. apríl var haldinn 265. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.10. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og S. Björn Blöndal. Jafnframt sátu fundinn, Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 28. mars 2012, varðandi heimild til gerð viðaukasamnings við Byggingafélagið Jörð vegna framkvæmda á lóð Norðlingasskóla. R11060018.
Samþykkt
Ámundi Brynjólfsson framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við afgreiðslu málsins.
2. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs varðandi einstök viðskipti yfir 1.m.kr. vegna 4. ársfjórðungs 2011.
3. Lagt fram yfirlit velferðasviðs varðandi einstök viðskipti yfir 1.m.kr. vegna ársins 2011.
Fundi slitið kl. 12.18
Kjartan Valgarðsson
S. Björn Blöndal