Innkauparáð - Fundur nr. 263

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2012, miðvikudaginn 7. mars var haldinn 263. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.30. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 28. febrúar sl., varðandi beiðni um undanþágu frá innkaupareglum Reykjavíkurborgar vegna samnings við Ás -styrktarfélag. Einnig er lagt fram minnisblað Innkaupaskrifstofu dags. 15. desember sl. varðandi málið. R11120045.
Samþykkt.

2. Lagt fram erindi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 29. febrúar sl., varðandi beiðni um undanþágu frá innkaupareglum Reykjavíkurborgar vegna samnings við Ásgarð - handverkstæði. Einnig er lagt fram minnisblað Innkaupaskrifstofu dags. 6. febrúar sl. varðandi málið. R12020047.
Samþykkt.
Helga Jóna Benendiktsdóttir, Velferðasviði sátu fundinn við afgreiðslu mála 1 og 2.

3. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 27. febrúar sl., varðandi heimild til framlengingar á verksamningi við Loftorku ehf. um eitt ár eða til 1. maí 2013, vegna Malbiksviðgerða á höfuðborgarsvæðinu, útboð nr. 12609. R11040098.
Samþykkt.

4. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 2. mars sl., varðandi heimild til framlengingar á verksamningi við Tinnuberg ehf. um eitt ár eða til 1. maí 2013, vegna Gagnstéttaviðgerða á höfuðborgarsvæðinu, útboð nr. 12610. R11050024.
Samþykkt.
Magnús Haraldsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við afgreiðslu mála 3 og 4.

5. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 29. febrúar sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12159 Kjötvara um 6 mánuði eða til 7. september 2012. R08060077.
Samþykkt.

6. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 5. mars sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12542 Þurrvara um allt að eitt ár eða til 6. mars 2013. R10120043.
Samþykkt.

7. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 5. mars sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12547 Lyf, vélapökkun og lyfjafræðiþjónusta um eitt ár eða til 6. mars 2013. R10120042.
Samþykkt.
Alma B. Hafsteinsdóttir Innkaupaskrifstofu sat fundinn við meðferð mála 5-7.

8. Lagt fram til kynningar: Tillaga Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar að verklagi um eftirlitsáætlun með innkaupum Reykjavíkurborgar, með vísan í bókun þann 24. ágúst 2011.

9. Lagt fram til kynningar: Dómur Hæstaréttar nr. 525/2011, Urð og Grjót ehf. gegn Reykjavíkurborg vegna EES útboðs nr. 12475 Vetrarþjónusta gatna 2010-2013 –
Útboð 2.

10. Lagt fram yfirlit Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir 4. ársfjórðung 2011.

11. Lagt fram yfirlit Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir 2. og 3. ársfjórðung 2011.

12. Lagt fram yfirlit Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar - Náttúru og útivistar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir 4. ársfjórðung 2011.

13. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar yfir forauglýst útboð á Evrópska efnahagssvæðinu, með vísan í 35. gr. Innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

14. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu yfir viðskipti við skrifstofuna í janúar og febrúar 2012. R12010066.

Fundi slitið kl. 13.15

Kjartan Valgarðsson

Jórunn Frímannsdóttir