Innkauparáð - Fundur nr. 262

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2012, miðvikudaginn 4. janúar var haldinn 262. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Barði Jóhannsson. Jafnframt sat fundinn Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 2. janúar sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12178 kaup á ferskum og frystum fiski og unnum fiskvörum um 6 mánuði eða til 3. september 2012. R09070052.
Samþykkt.

2. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 2. janúar sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12529 ferskt grænmeti og ávextir um 6 mánuði eða til 27. ágúst 2012. R10100187.
Samþykkt

Bjarni J. Gíslason innkaupaskrifstofu sat fundinn við meðferð mála 1 og 2.

3. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 2. janúar sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12350 eldsneyti fyrir Reykjavíkurborg um eitt ár, eða til 9. janúar 2013. R09110010.
Samþykkt

Alma B. Hafsteinsdóttir innkaupaskrifstofu sat fundinn við afgreiðslu málsins.

4. Lagt fram yfirliti Reykjavíkurborgar yfir viðskipti við skrifstofuna í desember 2011. R11010068.



Fundi slitið kl. 12.23

Kjartan Valgarðsson

Barði Jóhannsson