No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2011, miðvikudaginn 7. desember var haldinn 260. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Barði Jóhannsson og Rúna Malmquist. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Farið yfir innkaup Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar með vísan í 37. gr. Innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson og Bragi Þ. Bjarnason Íþrótta- og tómstundasviði sátu fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 6. desember sl., þar sem lagt er til að tilboðum IOD ehf., Nýherja hf., Omnis ehf., Opnum kerfum ehf. og Skýrr hf. sé tekið í flokka 1til 6, tilboði Pennans Tækni ehf. í flokk 5 og tilboði Skakkaturns ehf. í flokka 1,2 og 6. R11100019.
Samþykkt
3. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 1. desember sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í nóvember 2011. R11010068.
Fundi slitið kl. 13.01
Kjartan Valgarðsson
Barði Jóhannsson Rúna Malmquist