Innkauparáð - Fundur nr. 258

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2011, miðvikudaginn 23. nóvember var haldinn 258. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Barði Jóhannsson og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Farið yfir innkaup Velferðasviðs Reykjavíkurborgar með vísan í 37. gr. Innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

Stella K. Víðisdóttir, Helga Benediktsdóttir og Hörður Hilmarsson sátu fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 18. nóvember sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Altis ehf. í kjölfar útboðs nr. 12622 Íþróttahús Seljaskóla, áhorfendabekkir. R11100302.

Samþykkt

3. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 18. nóvember sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Tvö K ehf. í kjölfar útboðs nr. 12728 Hjólastígar 2011 – Fossvogsdalur II áfangi. R1110321.

Samþykkt

Ámundi Brynjólfsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð mála 2 og 3.

4. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 23. nóvember sl., þar sem dregið er til baka erindi dags. 7. nóvember sl. varðandi heimild um kaup á búnaði frá Novenco fyrir vatnsúðakerfi í Höfða. Ákveðið hefur verið að fara í formlega verðfyrirspurn.

5. Lagt fram að nýju erindi Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags. 11. nóvember sl., varðandi heimild til samningskaupa við Samsýn um 2ja ára samning vegna LUKR. Frestað á síðasta fundi.

Samþykkt 2 atkvæðum, Jórunn Frímannsdóttir situr hjá við afgreiðslu máls.

Eggert Ólafsson Upplýsingatæknimiðstöð sat fundinn við meðferð málsins.

6. Lagt fram yfirlit Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir tímabilið júlí - september 2011.

Fundi slitið kl. 13:40

Kjartan Valgarðsson
Barði Jóhannsson Jórunn Frímannsdóttir