Innkauparáð - Fundur nr. 257

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2011, fimmtudaginn 17. nóvember var haldinn 257. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Barði Jóhannsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Farið yfir innkaup skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar með vísan í 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

Valgerður Janusdóttir, Jón Ingi Einarsson og Kristín Egilsdóttir sátu fundinn við meðferð málsins.

– Kl. 13.10 vék Eyþóra K. Geirsdóttir af fundi.

2. Lagt fram erindiupplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags. 11. nóvember sl., varðandi heimild til samningskaupa við Samsýn um 2ja ára samning vegna LUKR.

Frestað.

Eggert Ólafsson upplýsingatæknimiðstöð sat fundinn við meðferð málsins.

3. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 7. nóvember sl., varðandi heimild til kaupa á búnaði frá Novenco fyrir vatnsúðakerfi í Höfða.

Frestað.

Agnar Guðlaugsson og Bjarni Bjarnason framkvæmda- og eignasviði sátu fundinn við meðferð málsins.

4. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir tímabilið júlí - september 2011.

5. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 3. nóvember sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í október 2011. R11010068.

Fundi slitið kl. 13.29

Kjartan Valgarðsson

Barði Jóhannsson