No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2011, miðvikudaginn 2. nóvember var haldinn 256. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Jórunn Frímannsdóttir, Páll Hjaltason og S. Björn Blöndal og. Jafnframt sátu fundinn Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns, Bjarni J. Gíslason verkefnisstjóri á innkaupaskrifstofu og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 31. október sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi ISS Ísland ehf. um ræstingar í leikskólum Reykjavíkurborgar, um eitt ár eða til 3. janúar 2013. R09070033.
Samþykkt.
Garðar Jóhannsson skóla- og frístundasviði sat fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram erindi menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar dags. 31. október sl., þar sem farið er fram á að ganga til samninga við Hvalaskoðun Reykjavík ehf. vegna ferju- og veitingareksturs í Viðey – samningskaup nr. 12578. R11030001.
Samþykkt.
Berglind Ólafsdóttir menningar- og ferðamálasviði sat fundinn við meðferð málsins.
Fundi slitið kl. 12.40
Jórunn Frímannsdóttir
S. Björn Blöndal Páll Hjaltason