Innkauparáð - Fundur nr. 255

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2011, miðvikudaginn 26. október var haldinn 255. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Karl Sigurðsson. Jafnframt sátu fundinn Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns, Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:


1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 20. október sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði SS hellulagna ehf., í útboði nr. 12704 Laugardalslaug, viðhaldsframkvæmdir á laugarsvæði. R11090090.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 24. október sl., þar sem lagt er til að samið verði við einn aðila í hverjum flokki í upprunavörum og þrjá aðila í flokki í samhæfðum rekstrarvörum þ.e.:
Opin Kerfi ehf um HP rekstrarvörur.
Pennann Tækni ehf um Kyocera rekstrarvörur.
Egilson ehf um Lexmark, Nashuatech / Ricoh, Xerox og Canon rekstrarvörur.
EJS-hluti af Skýrr hf um Dell rekstrarvörur.
EJS- hluti af Skýrr, Egilsson ehf og 2 Plús 2 ehf um kaup á samhæfðri rekstrarvöru fyrir tæki sem nota A4 pappír. R11080083.

Samþykkt.

Bjarni J. Gíslason Innkaupaskrifstofu sat fundinn við meðferð málsins.


Fundi slitið kl. 12:28


Kjartan Valgarðsson
Karl Sigurðsson