Innkauparáð - Fundur nr. 254

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2011, miðvikudaginn 19. október var haldinn 254. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, S. Björn Blöndal og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Dagrún Hálfdánardóttir, lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 3. október sl., varðandi heimild til undanþágu frá skyldu til að nota innkaupaferli varðandi kaup á þjónustu vegna samnings um rekstur Konukots, með vísan í i-lið 13. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Einnig lögð fram staðfesting Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 7. október sl. varðandi málið. R11050053.

Samþykkt.

Helga J. Benediktsdóttir Velferðasviði sat fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram yfirlit Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir tímabilið janúar – júní 2011.

3. Lagt fram yfirlit Upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir tímabilið júlí - september 2011.

4. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 4. október sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í september 2011. R11010068.

Fundi slitið kl. 12.32

Kjartan Valgarðsson

S. Björn Blöndal Jórunn Frímannsdóttir