Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2011, miðvikudaginn 14. september var haldinn 252. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og S. Björn Blöndal. afnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Dagrún Hálfdánardóttir, lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Farið yfir innkaup framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, með vísan í 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Frestað á fundi þann 13. apríl sl.
Hrólfur Jónsson, Kristín Einarsdóttir, Ámundi Brynjólfsson, Hreinn Ólafsson og Sighvatur Arnarsson frá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar sátu fundinn við meðferð málsins.
2. Lagður fram til kynningar dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Reykjavíkurborgar gegn Urð og grjót ehf.
3. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 5. september sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í ágúst 2011. R11010068.
Fundi slitið kl. 13.08
Kjartan Valgarðsson
S. Björn Blöndal