Innkauparáð - Fundur nr. 249

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2011, fimmtudaginn 7. júlí var haldinn 249. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:00. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, S. Björn Blöndal og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Dagrún Hálfdánardóttir, lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. júlí 2011 varðandi heimild til framlengingar á samningi nr. 12226 Ræsting í Borgartúni 12-14, um eitt ár. R09010067.
Samþykkt.
Magnús Haraldsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.
Kl. 12:16 tók Jórunn Frímannsdóttir sæti á fundinum.

2. Lagt fram að nýju erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 20. júní 2011 varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12159 Kjötvörur, um allt að eitt ár. R08060077. Frestað á síðasta fundi.
Innkauparáð heimilar framlengingu í allt að 6 mánuði.

3. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 28. júní 2011 varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12256 Hreinlætisvörur, um allt að eitt ár. R09040101.
Samþykkt.

4. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 30. júní 2011 varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12178 Kaup á ferskum og frystum fiski og unnum fiskvörum, um allt að eitt ár. R09070052.
Innkauparáð heimilar framlengingu í allt að 6 mánuði.

5. Lagt fram erindi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 5. júlí 2011 þar sem lagt er til að samið verði við Öryggismiðstöðina hf. í Hluta 1 og Flutninga og þjónustu ehf. í Hluta 2 í í kjölfar EES útboðs nr. 12615 Heimsending á mat - Akstur. R11050032.
Samþykkt.
Bjarni Jakob Gíslason Innkaupaskrifstofu og Hinrik Fjeldsted Velferðasviði sátu fundinn við meðferð málsins.

6. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 4. júlí sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í júní 2011. R11010068.

Innkauparáð óskar eftir skýringum Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar á meiriháttar frávikum milli kostnaðaráætlana og samningsverðs, sbr. Malbiksyfirlagnir í Reykjavík, Úlfarsárdalur hverfi 1, yfirborðsfrágangur 2011, Sæmundarskóli, frágangur lóðar og Norðlingaskóli, lóðarframkvæmd 2011.

Fundi slitið kl. 12:42

Kjartan Valgarðsson
S. Björn Blöndal Jórunnn Frímannsdóttir