Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2011, miðvikudaginn 22. júní var haldinn 248. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Dagrún Hálfdánardóttir, lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 20. júní 2011 um heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12159 um kjöt.
Alma B. Hafsteinsdóttir á innkaupaskrifstofu sat fundinn við meðferð málsins.
Frestað.
2. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 20. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Ísafoldarprentsmiðju ehf., Prentmets ehf., Prentsmiðjunnar Odda ehf. og Prenttækni ehf. í kjölfar EES útboðs nr. 12621 Rammasamningur um prentun og ljósritun. R11050050.
Bjarni Jakob Gíslason á innkaupaskrifstofu sat fundinn við meðferð málsins.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 16. úní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði SS hellulagna ehf. í kjölfar útboðs nr. 12646 Sæmundarskóli, frágangur lóðar 2011. R11050156
Samþykkt.
4. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að hluta tilboðs Pennans ehf. og hluta tilboðs Á. Guðmundssonar, í kjölfar útboðs nr. 12630 Norðlingaskóli, grunnskólahúsgögn. R11050083.
Samþykkt.
5. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Pennans ehf., í kjölfar útboðs nr. 12631 Sæmundarskóli, grunnskólahúsgögn. R11050084.
Samþykkt.
Ámundi Brynjólfsson framkvæmda – og eignasviði og Helgi Grétar Helgason menntasviði sátu fundinn við meðferð mála 3.
Fundi slitið kl. 12.45
Kjartan Valgarðsson
Jórunnn Frímannsdóttir