Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2011, þriðjudaginn 14. júní var haldinn 247. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.30. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Barði Jóhannsson. Jafnframt sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 6. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði nr. 2 frá Bakó Ísberg ehf., í kjölfar útboðs nr. 12624 Norðlingaskóli, innréttingar og tæki í eldhús. R11050048.
Samþykkt.
2. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 6. júní sl., þar sem lagt er til gengið verði að tilboði nr. 2 frá Bakó Ísberg ehf., í kjölfar útboðs nr. 12625 Sæmundarsskóli, innréttingar og tæki í eldhús. R11050049.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 10. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Polytan GmbH í kjölfar EES útboðs nr. 12623 Artificial Turf Surface – 1 Football Pitch – Fram Úlfarsárdal. R11050047.
Samþykkt.
Þorkell Jónsson og Helgi Grétar Helgason sátu fundinn við meðferð mála 1-3.
4. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 10. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði Ingvars Helgasonar ehf. / Bifreiða og landbúnaðarvéla ehf. í kjölfar EES útboðs nr. 12589 Kaup á metanbifreiðum. R11040077.
Samþykkt.
Ólafur I. Halldórsson sat fundinn við meðferð málsins.
5. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 6. júní sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í maí 2011. R11010068.
Fundi slitið kl. 13.20
Kjartan Valgarðsson
Barði Jóhannsson