Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2011, miðvikudaginn 25. maí var haldinn 245. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12:25. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 20. maí sl., þar sem lagt er til að samið verði við Tinnuberg ehf., í kjölfar útboðs nr. 12610 Gangstéttaviðgerðir 2011. R11050024.
Samþykkt
2. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 3. maí sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Saltkaup ehf. um kaup á götusalti í eitt ár eða til 30. apríl 2012. R09110076.
Samþykkt
3. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 19. maí sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Drafnarfell ehf. vegna Fræsunar malbiksslitlaga í Reykjavík um eitt ár eða til 30. júlí 2011. R09050057.
Samþykkt
Sighvatur Arnarsson og Theodór Guðfinnsson sátu fundinn við meðferð mála 1 - 3.
4. Lagt fram erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 19. maí sl., þar sem lagt er til að samið verði við Mjöll Frigg ehf. í kjölfar útboðs nr. 12608 Klór. R11040093.
Samþykkt
Alma B. Hafsteinsdóttir sat fundinn við afgreiðslu málsins.
5. Lagt fram yfirlit Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir tímabilið janúar – mars 2011.
6. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 2. maí sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í apríl 2011. R11010068.
Fundi slitið kl. 12:50
Kjartan Valgarðsson
Jórunn Frímannsdóttir