Innkauparáð - Fundur nr. 242

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2011, miðvikudaginn 13. apríl var haldinn 242. fundur innkauparáðs. Fundurinn Fundurinn var haldinn í Borgartúni 12-14 og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Barði Jóhannsson og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns, Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Innkaup framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar.
Frestað.

2. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 11. apríl sl., þar sem lagt er til að samið verði við alls 66 fyrirtæki í öllum flokkum þ.e öll þau fyrirtæki sem skiluðu inn gildu tilboði í EES útboði nr. 12559 Rammasamningur um þjónustu sérfræðinga í umhverfis-, skipulags- og byggingamálum:
Í flokki 1 Skipulagsáætlanir verði samið við 52 fyrirtæki.
Í flokki 2 Byggingarmál verði samið við 64 fyrirtæki.
Í flokki 3 Umferða- og gatnamál verði samið við 37 fyrirtæki.
Í flokki 4 Umhverfismál verði samið við 28 fyrirtæki.
Í flokki 5 Veitur verði samið við 27 fyrirtæki. R10080136.
Samþykkt.

3. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 11. apríl sl., þar sem lagt er til að samið verði við Rekstrarvörur ehf., Múlalund, Egilsson ehf., A4 Skrifstofu og skóla ehf. og Pennann á Íslandi ehf. í EES útboði nr. 12568 Rammasamningur um kaup á ritföngum og skrifstofuvörum. R11020038.
Samþykkt með 2 atkvæðum.

Bjarni Jakob Gíslason sat fundinn við meðferð mála 2 og 3.

- Ólafur Jónsson og Helgi Bogason víkja af fundi kl. 13.31

4. Lagt fram erindi upplýsingatæknimiðstöðvar Reykjavíkurborgar dags. 8. apríl sl., þar sem lagt er til að tilboði Fjarskipta ehf. verði tekið í EES útboði nr. 12543 símaþjónusta fyrir Reykjavíkurborg. R10110046.
Samþykkt.

Hjörtur Grétarsson og Eggert Ólafsson hjá UTM sátu fundinn við meðferð málsins.

- Ólafur Jónsson og Helgi Bogason setjast á fund kl. 13.34

5. Lagt fram yfirlit menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir árið 2010.

6. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 4. apríl sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í mars 2011. R11010068.

7. Lagðar fram til kynningar, innkaupareglur Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf.

Lögð fram svohljóðandi bókun innkaupráðs:
Innkauparáð fagnar skjótum viðbrögðum Malbikunarstöðvarinnar Höfða við að setja sér innkaupareglur í anda innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Jafnframt hvetur innkauparáð stjórn Félagsbústaða að bregðast við með sambærilegum hætti.

8. Lagt fram til kynningar, niðurstaða Hæstaréttar í máli Garðlistar ehf. gegn Reykjavíkurborg.


Fundi slitið kl. 13.51

Kjartan Valgarðsson

Barði Jóhannsson Jórunn Frímannsdóttir