Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2011, fimmtudaginn 17. mars var haldinn 241. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 og hófst kl. 15.30. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Barði Jóhannsson og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram að nýju erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 14. mars sl., varðandi umsókn velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 24. febrúar sl. um samningskaup á rannsóknarþjónustu við Rannsóknir & greiningu ehf. Einnig lagt fram álit innkaupaskrifstofu dags. 9. mars sl. varðandi málið. Frestað á síðasta fundi. R11030007.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 15.41
Kjartan Valgarðsson
Barði Jóhannsson Jórunn Frímannsdóttir