Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2011, miðvikudaginn 16. mars var haldinn 240. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Rúna Malmquist. Jafnframt sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns, Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 14. mars sl., þar sem farið er fram á heimild til framhaldskaupa sbr. 25. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar, við Exton ehf. vegna endurnýjunar á hljóðklefa stóra sviðs Borgarleikhússins. R11030008.
Samþykkt.
Þorkell Jónsson framkvæmda- og eignasviði og Jakob Tryggvason forstöðumaður hljóð- og tölvudeildar Borgarleikhússins sátu fundinn við meðferð málsins.
Barði Jóhannsson tekur sæti á fundi kl.12.30.
2. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 14. mars sl., varðandi umsókn Velferðasviðs Reykjavíkurborgar dags. 24. febrúar sl. um samningskaup á rannsóknarþjónustu við Rannsóknir & greiningu ehf. Einnig lagt fram álit innkaupaskrifstofu dags. 9. mars sl. varðandi málið. R11030007.
Frestað.
3. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 4. mars sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í febrúar 2011. R11010068.
Fundi slitið kl. 12.57
Kjartan Valgarðsson
Barði Jóhannsson Rúna Malmquist