Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2011, fimmtudaginn 24. febrúar var haldinn 239. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.10. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Barði Jóhannsson. Jafnframt sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns, Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 18. febrúar sl., þar sem lagt er til að samið verði við Lyfjaver ehf. í EES útboði nr. 12547 Rammasamningur um kaup á lyfjum, vélapökkun og lyfjafræðiþjónustu. R10120042.
Samþykkt.
2. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 18. febrúar sl., þar sem lagt er til að samið verði við Íslensk Ameríska, Ekruna ehf., Innnes ehf., Eggert Kristjánsson ehf., Garra ehf., Pennan ehf., Stórkaup, Ásbjörn Ólafsson ehf. og Ó. Johnson & Kaaber í EES útboði nr. 12542 Rammasamningur um þurrvöru. R10120043.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 21. febrúar sl., þar sem lagt er til að samið verði við Slökkvitækjaþjónustuna ehf. í EES útboði nr. 12432 Rammasamningur um eftirlit á slökkvitækjum og öðrum eldvarnarbúnaði. R10050064.
Samþykkt.
- Bjarni J. Gíslason sat fundinn við meðferð mála 1-3.
Fundi slitið kl. 14.39
Kjartan Valgarðsson
Barði Jóhannsson