Innkauparáð - Fundur nr. 238

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2011, fimmtudaginn 17. febrúar var haldinn 238. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Barði Jóhannsson og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns, Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 14. febrúar sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboðum Banana ehf, Mata hf og Stórkaups í flokki 1 og Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar, Banana ehf og Mata hf í flokki 2 í EES útboði nr. 12529 Rammasamningur um kaup á fersku grænmeti og ávöxtum. R10100187.
Samþykkt.
Bjarni J. Gíslason sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram yfirlit framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir tímabilið júlí – desember 2010.

3. Lagt fram yfirlit umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. fyrir tímabilið október – desember 2010.

4. Lagður fram tölvupóstur leikskólasviðs Reykjavíkurborgar varðandi einstök innkaup yfir 1.m.kr. í ágúst 2010.
Innkauparáð felur innkaupaskrifstofu að vinna með sviðum borgarinnar að gerð sniðmáts fyrir regluleg yfirlit skv. 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

5. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 2. febrúar sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í janúar 2011. R11010068.

6. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 5. febrúar sl. yfir forauglýst útboð á Evrópska efnahagssvæðinu, með vísan í 35. gr. Innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
7. Lagðar fram að nýju samþykktir fyrir innkauparáð Reykjavíkurborgar. Frestað á fundi 12. janúar sl.
Samþykkt og vísað til staðfestingar borgarráðs.
8. Lagðar fram að nýju breytingar á innkaupastefnu Reykjavíkurborgar. Frestað á fundi 12. janúar sl.
Samþykkt og vísað til staðfestingar borgarráðs.
9. Kynntur úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2010.

Fundi slitið kl. 15.10

Kjartan Valgarðsson
Barði Jóhannsson Jórunn Frímannsdóttir