Innkauparáð - Fundur nr. 237

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2011, miðvikudaginn 26. janúar var haldinn 237. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Stefán Jóhann Stefánsson, S. Björn Blöndal og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns, Dagrún Hálfdánardóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. janúar sl., varðandi heimild til framlengingar á verksamningi Vegamálunar ehf. um yfirborðsmerkingar gatna 2009 um eitt ár eða til 15. október 2011. R09020022.
Samþykkt.
Guðbjartur Sigfússon sat fundinn við afgreiðslu málsins.

2. Lagt fram erindi Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar dags. 21. janúar sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi Hvalaskoðun Eldingar um þjónustu í Viðey um 9 mánuði eða til 31. desember 2011. R06120054.
Samþykkt.
Svanhildur Konráðsdóttir sat fundinn við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið kl. 12.40

Stefán Jóhann Stefánsson

S. Björn Blöndal Jórunn Frímannsdóttir