Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2011, miðvikudaginn 12. janúar var haldinn 236. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.20. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Barði Jóhannsson og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 5. janúar sl., varðandi heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12350 Eldsneyti fyrir Reykjavíkurborg um eitt ár, eða til 9. janúar 2012. R09110010.
Samþykkt.
Alma B. Hafsteinsdóttir innkaupaskrifstofu sat fundinn við afgreiðslu málsins.
2. Framlagning á nýrri samþykkt fyrir innkauparáð og breytingar á innkaupastefnu Reykjavíkurborgar. Frestað á síðasta fundi.
Frestað.
3. Innkauparáð leggur fram eftirfarandi bókun:
Lagt er til við borgarráð að í samræmi við 10. lið innkaupastefnu Reykjavíkurborgar, verði gripið til viðeigandi ráðstafana sem tryggi að innkaupareglur Reykjavíkurborgar gildi um opinber innkaup þeirra B-hluta fyrirtækja sem eru í 100#PR eigu Reykjavíkurborgar. Mælst er til þess að fulltrúar Reykjavíkurborgar í stjórnum umræddra fyrirtækja hlutist til um að samþykktum þeim sem um fyrirtækin gilda verði breytt á þann hátt að innkaupareglur Reykjavíkurborgar gildi um opinber innkaup fyrirtækjanna.
4. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar yfir viðskipti við skrifstofuna í desember 2010. R10010159.
5. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar yfir útboð á Evrópska efnahagssvæðinu, með vísan í 35. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 12.42
Kjartan Valgarðsson
Barði Jóhannsson Jórunn Frímannsdóttir