Innkauparáð - Fundur nr. 234

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2010, miðvikudaginn 8. desember var haldinn 234. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Barði Jóhannsson og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Umræða um skýrslu innri endurskoðunar um innkaupaskrifstofu.
Hallur Símonarson og Ingunn Þórðadóttir hjá innri endurskoðun mættu á fundinn vegna málsins .

2. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu yfir viðskipti við skrifstofuna í nóvember 2010. R10010159.

3. Kynning á fyrirkomulagi mánaðarlegs eftirlits.

Fundi slitið kl. 14.02

Kjartan Valgarðsson

Barði Jóhannsson Jórunn Frímannsdóttir