Innkauparáð - Fundur nr. 233

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2010, miðvikudaginn 16. nóvember var haldinn 233. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Barði Jóhannsson og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram að erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 15. nóvember sl., þar sem lagt er til að tilboði lægstbjóðanda Park ehf., sé tekið í EES útboði nr. 12484 Hreinsun gatna- og gönguleiða 2011, útboð 3. R10080080.
Samþykkt.

2. Lagt fram að erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 15. nóvember sl., þar sem lagt er til að tilboði lægstbjóðanda Park ehf., sé tekið í EES útboði nr. 12485 Hreinsun gatna- og gönguleiða 2011, útboð 4. R10080081.
Samþykkt.

3. Lagt fram að erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 15. nóvember sl., varðandi heimild til framhaldskaupa á húsgögnum í Höfðatorg frá Pennanum hf.
Samþykkt.

Sighvatur Arnarsson og Magnús Haraldsson Framkvæmda- og eignasviði sátu fundinn við afgreiðslu mála 1- 3.

4. Verðfyrirspurnarferli nr. 12537 rætt.
Innkauparáð gerir athugasemd við verðfyrirspurnarferli nr. 12537 þar sem ekki kom fram í fyrirspurnargögnum að skila mætti tilboðum á faxi eða tölvupósti. Innkauparáð beinir því til innkaupastjóra að fyrirspurnargögnum verði þannig úr garði gerð að ávallt verði vísað í 19. grein innkaupareglna.

Guðmundur B. Friðriksson Umhverfis- og samgöngusviði sat fundinn við umræðu.

5. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu yfir svið og skrifstofur sem skilað hafa ársfjórðungs- eða mánaðarlegu yfirliti til innkauparáðs, með vísan í bókun á síðasta fundi.


Fundi slitið kl. 13.30


Kjartan Valgarðsson

Barði Jóhannsson Jórunn Frímannsdóttir