Innkauparáð - Fundur nr. 232

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2010, miðvikudaginn 3. nóvember var haldinn 232. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.09. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Barði Jóhannsson og Rúna Malmquist. Jafnframt sátu fundinn Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram að erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 22. október sl., þar sem lagt er til að tilboði lægstbjóðanda Hreinsitækni ehf., sé tekið í EES útboði nr. 12482 Hreinsun gatna- og gönguleiða 2011, útboð 1. R10080078.
Samþykkt

2. Lagt fram að erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 22. október sl., þar sem lagt er til að tilboði lægstbjóðanda Íslenska gámafélagsins ehf., sé tekið í EES útboði nr. 12483 Hreinsun gatna- og gönguleiða 2011, útboð 2. R10080079.
Samþykkt

3. Lagt fram að erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 22. október sl., þar sem lagt er til að tilboði lægstbjóðanda Hreinsitækni ehf., sé tekið í EES útboði nr. 12486 Hreinsun gatna- og gönguleiða 2011, útboð 5. R10080082.
Samþykkt

4. Lagt fram að erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 22. október sl., varðandi heimild til samningskaupa á 11 bifreiðum frá Rekstrarleigu Heklu, með vísan í e. lið 22. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
Samþykkt

Sighvatur Arnarsson, Agnar Guðlaugsson og Guðbjartur Sigfússson Framkvæmda- og eignasviði sátu fundinn við afgreiðslu mála 1- 4.

5. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 1. nóvember sl. varðandi viðskipti við skrifstofuna í október 2010. R10010159.
Innkauparáð óskar eftir því að Innkaupaskrifstofa leggi fram yfirlit yfir þau svið sem skilað hafa ársfjórðungslegu yfirliti skv. 37. gr innkaupareglna.


Fundi slitið kl. 12.50

Kjartan Valgarðsson

Barði Jóhannsson Rúna Malmquist