Innkauparáð - Fundur nr. 231

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2010, miðvikudaginn 27. október var haldinn 231. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Barði Jóhannsson og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ingi B. Poulsen lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju erindi framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 14. október sl., þar sem lagt er til að tilboði Hlaðbæjar Colas hf. sem átti lægsta gilda tilboð, sé tekið í EES útboði nr. 12475 Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2010 – 2013, útboð 2. Frestað á síðasta fundi. R10080040.
Lagt fram minnisblað innkaupaskrifstofu.
Samþykkt.

2. Innkauparáð felur borgarlögmanni að gera tillögu að breytingu á 5. grein siðareglna starfsmanna Reykjavíkurborgar, með hliðsjón af 128. gr. laga nr. 19/1940.

3. Innkauparáð felur innkaupaskrifstofu að gera áætlun um skoðun á birgjum sem eiga viðskipti við aðeins einn kostnaðarstað Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 13.00

Kjartan Valgarðsson

Barði Jóhannsson Jórunn Frímannsdóttir