Innkauparáð - Fundur nr. 229

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2010, miðvikudaginn 13. október var haldinn 229. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:15. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson og Barði Jóhannsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 8. október sl., þar sem lagt er til að tilboði lægstbjóðanda Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf., sé tekið í EES útboði nr. 12474 Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2010 – 2013, útboð 1. R10080038.

Samþykkt.

2. Lagt fram að erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 8. október sl., þar sem lagt er til að tilboði lægstbjóðanda Hilmars D. Ólafssonar ehf., sé tekið í EES útboði nr. 12476 Vetrarþjónusta gatna í Reykjavík 2010 – 2013, útboð 3. R10080042.

Samþykkt.

Sighvatur Arnarsson og Theódór Guðfinnsson Framkvæmda- og eignasviði sátu fundinn við afgreiðslu mála 1og 2.

3. Kynning Innkaupaskrifstofu á vinnu að siðareglum fyrir birgja.

Alma B. Hafsteinsdóttir sat fundinn vegna málins.

Jórunn Frímannsdóttir tekur sæti kl. 12.30.

4. Lögð fram yfirlit Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 3. september sl., varðandi viðskipti sviðsins yfir 1 m.kr. fyrir tímabilið mars – júní 2010.

5. Lögð fram yfirlit Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 6. september og 5. október sl. varðandi viðskipti við skrifstofuna í ágúst og september 2010. R10010159.

Fundi slitið kl. 13:20

Kjartan Valgarðsson
Barði Jóhannsson Jórunn Frímannsdóttir