Innkauparáð - Fundur nr. 228

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2010, miðvikudaginn 6. október var haldinn 228. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:11. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Einar Örn Benediktsson og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar til innkauparáðs dags 23. september um samþykkt borgarráðs á nýjum innkaupareglum og breytingu á samþykktum fyrir innkauparáð.

Innkauparáð felur innkaupaskrifstofu og borgarlögmanni að hefja vinnu við endurskoðun samþykkta innkauparáðs og leggja fram drög að nýjum samþykktum. Jafnframt verði hafin vinna við að meta þörf á breytingum á innkaupastefnu Reykjavíkurborgar til samræmis við breytingar á samþykktum innkaupráðs og innkaupareglum Reykjavíkurborgar.

Ólafur Kr. Hjörleifsson skirfstofustjóri á skrifstofu borgarstjórnar sat fundinn.

Fundi slitið kl. 12:24

Kjartan Valgarðsson

Einar Örn Benediktsson Jórunn Frímannsdóttir