Innkauparáð - Fundur nr. 221

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2010, föstudaginn 6. ágúst var haldinn 221. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:00. Viðstaddir voru Barði Jóhannsson og S. Björn Blöndal. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Ingi B. Poulsen hdl. á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram að erindi Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 4. ágúst sl., þar þar sem lagt er til að tekið verði hagkvæmasta tilboði í hluta 1 frá Hópferðamiðstöðinni Trex ehf. og í hlutum 2 og 3 verði tekið 3 hagstæðustu tilboðum frá Teiti Jónassyni efh., Hópbílum hf. og Hópferðamiðstöðinni Trex ehf. í EES útboði nr. 12461 Rammasamningur um hópbifreiðaþjónustu fyrir Reykjavíkurborg. R10070008.

Júlíus Sigurbjörnsson á Menntasviði sat fundinn við afgreiðslu málsins.

Innkauparáð samþykkir eftirfarandi:
Hluti 1 Hópferðamiðstöðin Trex ehf.
Hluti 2 Teitur Jónasson ehf., Hópbílar hf. og Hópferðamiðstöðin Trex ehf
Hluti 3 Teitur Jónasson ehf.

Fundi slitið kl. 12:59

Barði Jóhannsson

S. Björn Blöndal