Innkauparáð - Fundur nr. 219

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ


Ár 2010, miðvikudaginn 14. júlí var haldinn 219. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.10. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Barði Jóhannsson og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ingi B. Poulsen, hdl. á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Innkauparáð bókar eftirfarandi:

Fastir fundartímar innkauparáðs eru á miðvikudögum kl. 12.00. Erindi fyrir innkauparáðsfundi skulu berast fyrir kl. 12 mánudegi þar á undan.

2. Lagt fram erindi innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 13. júlí sl., þar óskað er eftir heimild til framlengingar á rammasamningi nr. 12256 um hreinlætisvörur um eitt ár. R09040101.
Frestað

3. Innkauparáð leggur fram eftirfarandi bókun

Innkauparáð felur Innkaupaskrifstofu að kanna stöðu innkaupamála hjá stofnunum og fyrirtækjum að fullu í eigu Reykjavíkurborgar og standa utan innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

4. Kynning á helstu verkefnum innkauparáðs.

5. Önnur mál.

Fundi slitið kl. 14.48

Kjartan Valgarðsson

Barði Jóhannsson Jórunn Frímannsdóttir