Innkauparáð - Fundur nr. 218

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2010, miðvikudaginn 7. júlí var haldinn 218. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru Kjartan Valgarðsson, Barði Jóhannsson og Jórunn Frímannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 25. júní sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Sveinbjörns Sigurðsson hf. í útboði nr. 12427 Lækjargata 2 og 2b, frágangur utanhúss og innan að hluta. R10050040.
Samþykkt

- Ámundi Brynjólfsson og Einar H. Jónsson Framkvæmda- og eignasviði sátu fundinn.

2. Lagðar fram siðareglur kjörinna fulltrúa.

3. Lögð fram drög að nýjum innkaupareglum Reykjavíkurborgar og greinargerð með þeim.
Frestað

4. Lagt fram yfirlit innkaupaskrifstofu fyrir maí.

Fundi slitið kl. 14.00

Kjartan Valgarðsson

Barði Jóhannsson Jórunn Frímannsdóttir