No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2010, þriðjudaginn 18. maí var haldinn 215. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðyrkjuþjónustunnar ehf. í útboði nr. 12387 Fellaskóli 2010, lóðarframkvæmd. R10040031.
Samþykkt.
2. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 14. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Exton ehf. í EES útboði nr. 12380 Borgarleikhús, leikljósadeyfar og stýribúnaður. R10030038.
Samþykkt.
3. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 14. maí sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Metatron í útboði nr. 12367 Tjarnarbío, leikhússtólar og færanlegir sætapallar. R2008010023
Samþykkt.
- Ámundi Brynjólfsson og Þorkell Jónsson Framkvæmda- og eignasviði sátu fundinn vegna mála 1,2 og 3.
4. Kynnt vinna Innkaupaskrifstofu við gerð siðreglna fyrir birgja Reykjavíkurborgar.
Alma B. Hafsteinsdóttir verkefnastjóri á Innkaupaskrifstofu kynnti vinnuna.
Fundi slitið kl. 12.28
Hallur Magnússon
Vilhjálmur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson