No translated content text
Innkauparáð
INNKAUPARÁÐ
Ár 2010, þriðjudaginn 4. maí var haldinn 212. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.10. Viðstaddir voru Hallur Magnússon, Vilhjálmur Andri Kjartansson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á innkaupaskrifstofu, Eyþóra K. Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu borgarlögmanns og Helgi Bogason deildarstjóri á innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags 29. apríl sl., varðandi heimild til framlengingar á samningi við Drafnarfell ehf. vegna fræsunar malbiksslitlaga í Reykjavík um eitt ár eða 30. júlí 2010. R09050057.
Samþykkt.
Theodór Guðfinnsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn vegna málsins.
2. Lagðar fram upplýsinga um fyrirkomulag á sölu lausafjármuna hjá Reykjavíkurborg, með vísun í bókun á fundi þann 2. mars sl.
Innkauparáð bókar eftirfarandi:
Innkauparáð telur að rétt sé að endurskoða reglur borgarinnar um sölu á lausafjármunum og felur Innkaupaskrifstofu og Borgarlögmanni að gera drög að nýjum reglum sem lagðar verða fyrir innkauparáð.
3. Lagður fram til kynningar dómur Garðlistar gegn Reykjavíkurborg í EES útboði nr. 12082 Grassláttur við stofnbrautir og snjóhreinsun gönguleiða 2008-2010, Útboð II.
4. Lögð fram yfirlit Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 6. og 30. apríl sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í mars og apríl 2010. R10010159.
5. Yfirferð á lokadrögum heildarendurskoðaðra Innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
Frestað
Fundi slitið kl. 14.00
Hallur Magnússon
Vilhjálm5ur Andri Kjartansson Stefán Jóhann Stefánsson